Bandaríkjamaðurinn efnilegi Cole Campbell hefur skrifað undir nýjan samning við Borussia Dortmund.
Þetta var staðfest í kvöld en Cole er nú samningsbundinn stórliðinu til ársins 2028.
Cole er fæddur í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur leikið fyrir U17 landsliðið hér heima.
Ekki nóg með það hefur Cole spilað fyrir bæði FH og Breiðablik í efstu deild.
Sóknarmaðurinn er 18 ára gamall og á eftir að spila sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Dortmund.