fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
433Sport

Baldvin harðorður um umdeildan brottrekstur í Árbænum: Segir frá sögu sem hann heyrði um málið – „Mér finnst þetta algjört djöfulsins kjaftæði“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 09:30

Olgeir Sigurgeirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla furðu þegar Olgeir Sigurgeirsson var rekinn úr starfi aðstoðarþjálfara karlaliðs Fylkis í síðustu viku. Einhverjir hafa hneykslað sig á ákvörðuninni.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, vildi ekki losna við Olgeir en það var stjórn félagsins sem tók þessa ákvörðun.

Meira
Brottrekstur Olgeirs í Árbænum vekur furðu – „Þegar það er ekki komið hreint til dyra þá koma sögusagnir“

„Mér finnst þetta algjört djöfulsins kjaftæði. Mér finnst þetta svo ógeðslega lélegt,“ segir Baldvin Már Borgarson, sparkspekingur og þjálfari FC Árbær, í Innkastinu á Fótbolta.net.

Fáir virðast átta sig nákvæmlega á af hverju Olgeir var látinn fara en Baldvin sagði frá sögu sem hann hefur heyrt um málið.

„Sérstaklega þegar sögurnar sem maður heyrir í kringum þetta séu að Olgeir hafi verið svo harður við einhverja unga leikmenn. Það var það sem ég var að heyra, að hann hafi verið svo grimmur og kröfuharður,“ segir Baldvin enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Athæfi Bellingham beint eftir leik í gær náðist á myndband – Sjón er sögu ríkari

Athæfi Bellingham beint eftir leik í gær náðist á myndband – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hreyttu ókvæðisorðum í starfsmenn RÚV í Berlín

Hreyttu ókvæðisorðum í starfsmenn RÚV í Berlín
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester City undirbýr síðasta samningstilboðið

Manchester City undirbýr síðasta samningstilboðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld