fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
433Sport

Sjáðu hjartnæm skilaboð Sancho til Saka um helgina

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bukayo Saka var hetja Englands er liðið sló Sviss úr leik í 8-liða úrslitum EM á laugardag. Hann fékk hjartnæm skilaboð frá samlanda sínum og félaga eftir leik.

Saka jafnaði leikinn í 1-1 í venjulegum leiktíma og vann England svo í vítaspyrnukeppni, þar sem Saka skoraði úr sínu víti.

„Ég er svo stoltur af þér. Þú gerðir þetta fyrir mig og Marcus,“ skrifaði Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, til Saka á Instagram eftir leik.

Sagan á bak við þetta er sú að í úrslitaleik EM fyrir þremur árum klikkuðu Marcus Rashford, Saka og Sancho allir á vítaspyrnum í vítaspyrnukeppninni gegn Ítölum. Urðu þeir í kjölfarið fyrir miklu kynþáttaníði.

Hvorki Sancho né Rashford eru í enska landsliðshópnum á EM sem nú stendur yfir, en Englendingar mæta Hollandi í undanúrslitum á miðvikudag.

Hér að neðan er færsla Sancho.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Andri Rúnar með þrennu gegn Fram

Besta deildin: Andri Rúnar með þrennu gegn Fram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Markaveisla í fjórum leikjum – City og Arsenal nældu í sigra

England: Markaveisla í fjórum leikjum – City og Arsenal nældu í sigra
433Sport
Í gær

Jökull talar opinskátt um skelfilegt ástand hjá vinnuveitendum sínum – „Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu“

Jökull talar opinskátt um skelfilegt ástand hjá vinnuveitendum sínum – „Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu“
433Sport
Í gær

Á góðum stað þrátt fyrir erfiðleika vikunnar

Á góðum stað þrátt fyrir erfiðleika vikunnar