Þór 2 – 2 Grindavík
0-1 Kwame Quee
1-1 Rafael Victor
2-1 Rafael Victor
2-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Grindavík náði flottu jafntefli í Lengjudeildinni í kvöld er liðið spilaði við Þór.
Leiknum lauk 2-2 en Grindavík endaði leikinn með níu menn á vellinum en staðan var þá 2-1 fyrir Þór.
Rafael Victor gerði bæði mörk Þórsara og annað rauða spjald gestanna kom er sex mínútur voru eftir.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson náði þó að jafna metin fyrir Grindavík sem fær óvænt stig.