fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
433Sport

Landsmenn skiptust í fylkingar eftir þessi ummæli Óskars á RÚV – „Sama hatursumræðan og annarsstaðar“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo kvaddi Evrópumótið fyrir helgi er Portúgal tapaði gegn Frakklandi í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Frammistaða hans á mótinu hefur verið til umræðu.

Þetta var meðal annars rætt í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag. Þar voru tekin fyrir viðbrögð netverja við frétt miðilsins þar sem skrifuð höfðu verið upp ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar um frammistöðu Ronaldo.

„Nei fyrir mér núna í þessum leik og síðustu leikjum líka lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: ‘Heyrðu, sonur minn, sem getur ekkert í fóbolta verður að byrja sem framherji’. Þetta er bara svona. Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega ‘pathetic’,“ sagði Óskar á RÚV.

„Það er eins og það sé myllusteinn um hálsinn á honum. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalirnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algeran harmleik.“

Þegar viðbrögðin við umræddri frétt er skoðuð er óhætt að fullyrða að margir hafi verið ansi blóðheitir, enda á Ronaldo marga aðdáendur hér á landi.

„Óskar Hrafn sannaði sig sem heimskasta drullusokk sem ég hef á minni heilögu ævi heyrt tala um fótbolta,“ skrifaði einn.

„Sama hatursumræðan og annarsstaðar. Hvert erum við komin? Frábær fótboltamaður einn sá allra besti. Við ættum að þakka honum margar góðar stundir,“ skrifaði annar.

Það voru þó einnig þó nokkrir sem stóðu með Óskari og voru sammála ummælum hans.

„Allt rétt sem Óskar sagði þarna og þeir sem reyna að malda í móinn eru blindaðir af gömlum tímum.“

Hér að neðan má sjá þrumuræðu Óskars á föstudagskvöldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tók á sig 40 prósent launalækkun en vinnur nú frítt fyrir félagið

Tók á sig 40 prósent launalækkun en vinnur nú frítt fyrir félagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Markalaust í lokaleiknum

England: Markalaust í lokaleiknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega stoðsendingu Jimenez gegn Manchester City

Sjáðu ótrúlega stoðsendingu Jimenez gegn Manchester City
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Andri Rúnar með þrennu gegn Fram

Besta deildin: Andri Rúnar með þrennu gegn Fram
433Sport
Í gær

Bauð upp á ein verstu mistök ársins á skelfilegum tímapunkti – Sjáðu atvikið

Bauð upp á ein verstu mistök ársins á skelfilegum tímapunkti – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Cole Campbell kominn í aðallið Dortmund – Fyrsti leikurinn í dag?

Cole Campbell kominn í aðallið Dortmund – Fyrsti leikurinn í dag?
433Sport
Í gær

Bálreiður út í bæjarstjórann og segir hann ógna öryggi barnanna: Svaraði færslunni um leið – ,,Bless!“

Bálreiður út í bæjarstjórann og segir hann ógna öryggi barnanna: Svaraði færslunni um leið – ,,Bless!“
433Sport
Í gær

Jökull talar opinskátt um skelfilegt ástand hjá vinnuveitendum sínum – „Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu“

Jökull talar opinskátt um skelfilegt ástand hjá vinnuveitendum sínum – „Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu“