fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
433Sport

Mjög ósáttur með reglurnar í ensku úrvalsdeildinni – ,,Hvaða skilaboð eru þær að senda?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. júlí 2024 18:35

Alan og Lainya Shearer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Shearer, goðsögn Newcastle, hefur tjáð sig eftir að félagið neyddist til að selja leikmenn eins og Elliot Anderson sem skrifaði undir samning við Nottingham Forest.

Newcastle þurfti að selja til að standast fjárlög ensku úrvalsdeildarinnar og er von á að fleiri leikmenn séu á förum á næstu vikum.

Margir eru óánægðir með hvernig kerfið á Englandi virkar en önnur lið eins og Aston Villa eru á hættusvæði fyrir komandi tímabil.

,,Augljóslega þá hefur Newcastle þurft að selja leikmenn vegna þess. Ég er ánægður með þau viðskipti sem hafa átt sér stað og er ánægður með að Alexander Isak og Bruno Guimaraes séu ekki farnir annað,“ sagði Shearer.

,,Ég veit að Anderson elskaði að spila fyrir Newcastle en vonandi fær hann fleiri mínútur hjá Nottingham Forest og getur sýnt heiminum hversu góður hann er.“

,,Þessar reglur fara ekki vel í mig. Ef Newcastle hefði ekki selt Anderson eða Yankuba Minteh þá þyrftu þeir að selja stórstjörnu til að fylgja þessum lögum. Hvaða skilaboð eru þessar reglur að senda? Ég er ekki ánægður með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Andri Rúnar með þrennu gegn Fram

Besta deildin: Andri Rúnar með þrennu gegn Fram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Markaveisla í fjórum leikjum – City og Arsenal nældu í sigra

England: Markaveisla í fjórum leikjum – City og Arsenal nældu í sigra
433Sport
Í gær

Jökull talar opinskátt um skelfilegt ástand hjá vinnuveitendum sínum – „Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu“

Jökull talar opinskátt um skelfilegt ástand hjá vinnuveitendum sínum – „Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu“
433Sport
Í gær

Á góðum stað þrátt fyrir erfiðleika vikunnar

Á góðum stað þrátt fyrir erfiðleika vikunnar