Mikel Arteta segir að það sé ekkert að frétta þegar kemur að samningi hans hjá Arsenal en hann er þjálfari félagsins.
Arteta verður samningslaus á næsta ári en hann hefur gert flotta hluti með enska félagið undanfarin ár.
Arteta staðfestir einnig að Arsenal sé að horfa til leikmanna en að það verði líklega engar hreyfingar fyrr en eftir EM í Þýskalandi.
,,Það er ekkert nýtt að frétta af samningnum. Það sem hefur ekki breyst er hversu ánægður og þakklátur ég er hjá þessu félagi,“ sagði Arteta.
,,Við erum að horfa á það að bæta okkur á öllum sviðum. Það eru hlutir sem við þurfum að bæta og við munum reyna það.“
,,Markaðurinn er hins vegar erfiður og við höfum verið mjög aggressívir hiungað til, við erum ákveðnir og erum með hugmynd um hvað við viljum gera.“