fbpx
Mánudagur 08.júlí 2024
433Sport

Vill ólmur komast til City sem þarf þó að hafa hraðar hendur

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 5. júlí 2024 12:30

Olmo í leik gegn íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dani Olmo, spænskur leikmaður RB Leipzig, vill ólmur ganga í raðir Manchester City í sumar og hafa Englandsmeistararnir áhuga. Sky í Þýskalandi fjallar um málið.

Hinn 26 ára gamli Olmo er með klásúlu í samningi sínum við Leipzig upp á 60 milljónir evra en hún er aðeins í gildi þar til um miðjan þennan mánuð.

City þyrfti því að hafa heldur hraðar hendur en sem stendur hefur félagið ekki hafið formlegar viðræður við Leipzig þó félagið hafi sýnt Olmo áhuga.

Olmo, sem getur spilað framarlega á miðju og úti á kanti, átti gott tímabil í Þýskalandi og hefur heillað með spænska landsliðinu á EM sem nú stendur yfir.

Barcelona hefur einnig áhuga á Olmo, en hann ólst upp þar áður en hann hélt til Dinamo Zagreb í Krótatíu. Það er þó ólíklegt að félagið geti keypt hann vegna fjárhagsvandræða.

Olmo gekk í raðir Leipzig árið 2020 og er samningsbundinn til 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Manchester United steig ansi stórt skref í gær

Manchester United steig ansi stórt skref í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Landsmenn skiptust í fylkingar eftir þessi ummæli Óskars á RÚV – „Sama hatursumræðan og annarsstaðar“

Landsmenn skiptust í fylkingar eftir þessi ummæli Óskars á RÚV – „Sama hatursumræðan og annarsstaðar“