fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
433Sport

Slæmt samband við Ten Hag ástæða þess að United er tilbúið að selja hann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford framherji Manchester United virðist vera til sölu í sumar og fer félagið fram á 80 milljónir punda.

Ensk blöð segja í dag að ástæða þess að United sé tilbúið að hlusta á tilboð sé slæmt samband framherjans og Erik ten Hag.

Rashford var slakur á síðustu leiktíð og hegðun hans utan vallar var einnig til vandræða.

Getty Images

Þannig fór Rashford á tveggja daga djamm í Írlandi og hringdi sig svo inn veikan á æfingu hjá United, eitthvað sem fór illa í þjálfarann.

PSG hefur ekki áhuga á að kaupa Rashford og óvíst er hvaða félag er tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Rashford.

Untied hefur æfingar eftir helgi þar sem Rashford mætir á svæðið ásamt þeim sem tóku ekki þátt í Evrópumótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endurkoma Jóhanns staðfest – Skrifaði undir hjá Burnley

Endurkoma Jóhanns staðfest – Skrifaði undir hjá Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svindlaði Ronaldo í gær? – Sjáðu myndbandið umtalaða

Svindlaði Ronaldo í gær? – Sjáðu myndbandið umtalaða