fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
433Sport

Skiptar skoðanir á umtalaðri stjörnu – „Við erum greinilega sitt hvoru megin“

433
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham kom Englandi til bjargar í 16-liða úrslitum EM gegn Slóvakíu. Þá skoraði hann með hjólhestaspyrnu til að tryggja þeim ensku framlengingu, þar sem þeir unnu svo sigur.

Englendingurinn ungi, sem er á mála hjá Spánar- og Evrópumeisturum Real Madrid, hefur farið mikinn utan vallar og í viðtölum í kringum EM. Hann var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar á 433.is.

„Hann er ekkert eðlilega þreyttur karakter. Ég er ekki aðdáandi,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson þar.

„Ég hef gaman að honum,“ svaraði þá Hörður Snævar Jónsson.

„Fólk skiptist svolítið í fylkingar og við erum greinilega sitt hvoru megin þar,“ sagði Helgi þá.

Einhverjir vilja meina að Bellingham sé kominn fram úr sér eftir flott tímabil með Real Madrid, sem og þar áður með Dortmund.

„Hann er kannski fullmikið kominn fram úr sér eftir þetta tímabil með Real Madrid en ef þú ert 21 árs búinn að vinna allt galleríið með Real Madrid þá er örugglega mjög auðvelt að missa hausinn aðeins,“ sagði Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endurkoma Jóhanns staðfest – Skrifaði undir hjá Burnley

Endurkoma Jóhanns staðfest – Skrifaði undir hjá Burnley
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svindlaði Ronaldo í gær? – Sjáðu myndbandið umtalaða

Svindlaði Ronaldo í gær? – Sjáðu myndbandið umtalaða