fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
433Sport

Brottrekstur Olgeirs í Árbænum vekur furðu – „Þegar það er ekki komið hreint til dyra þá koma sögusagnir“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla furðu þegar Olgeir Sigurgeirsson var rekinn úr starfi aðstoðarþjálfara Fylkis í vikunni. Brottrekstur hans kom flatt upp á flesta.

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis vildi ekki losna við Olgeir en það var stjórn félagsins sem tók þessa ákvörðun.

„Ég er ekki að fatta hvað er í gangi, þegar það er ekki komið hreint til dyra þá koma sögusagnir. Þá er haft eftir Rúnari Páli að hann vildi halda þjálfaranum,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni í gærkvöldi.

Kristján telur að eitthvað hafi gerst. „Það hefur eitthvað meira en lítið gengið á. Ég þarf að taka einn Óla Þórðar hring í kringum stífluna og finna út úr þessu.“

Olgeir lék með Kristjáni í Breiðablik og segir hann góða dreng. „Það hefur farið gott orð af Olla þarna, einn mesti toppmaður sem ég spilaði með. Þetta er stjórnin sem ákveður þetta einhliða, það er ótrúlegt að Rúnar Páll láti þetta yfir sig ganga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svindlaði Ronaldo í gær? – Sjáðu myndbandið umtalaða

Svindlaði Ronaldo í gær? – Sjáðu myndbandið umtalaða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg gæti unnið með fyrrum enskum landsliðsmanni – Verður hann áfram?

Jóhann Berg gæti unnið með fyrrum enskum landsliðsmanni – Verður hann áfram?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Voru alltof uppteknir af Ronaldo í beinni útsendingu og misstu næstum af spyrnunni

Voru alltof uppteknir af Ronaldo í beinni útsendingu og misstu næstum af spyrnunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kallaður ‘snillingur’ fyrir þessa ákvörðun í stórleiknum í gær – Sjáðu hvað gerðist á lokamínútunum

Kallaður ‘snillingur’ fyrir þessa ákvörðun í stórleiknum í gær – Sjáðu hvað gerðist á lokamínútunum
433Sport
Í gær

Líklegt að um tíu stig verði tekin af Leicester í upphafi tímabils

Líklegt að um tíu stig verði tekin af Leicester í upphafi tímabils
433Sport
Í gær

Mbappe útskýrir af hverju leikstíll hans hefur breyst – Saknar Pogba

Mbappe útskýrir af hverju leikstíll hans hefur breyst – Saknar Pogba