„Hann er komin með tvö mörk í öllum keppnum,“ sagði Hjörvar Hafliðason, Dr. Football um Ísak Snæ Þorvaldsson þegar rætt var um tap Breiðabliks gegn Drita í Evrópu í gær.
Breiðablik er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 3-1 tap gegn Drita frá Kosovo eftir tvo leiki.
Ísak Snær er í láni hjá Blikum en hann kom til félagsins rétt fyrir mót á láni frá Rosenborg í Noregi. „Hann kom í engu standi og það sáu það allir, kom smá flug en hann hefur droppað svakalega síðasta mánuðinn,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, einn frægasti Bliki landsins.
Hjörvar segir að það þurfi að gera meiri kröfur á Ísak sem atvinnumann. „Myndi maður ekki gera ráð fyrir því að maður sem kemur frá Rosenborg og var í hlutverki í fyrra, myndi taka yfir þessa deild.“
Ísak var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar sumarið 2022 þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar.