Kolbeinn Sigþórsson, fyrrum framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur sett glæsilega lúxusíbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er staðsett í hinu vinsæla hverfi við Kársnes þar sem horft er út á hafið.
Um er að ræða glæsilegg 184,2 fermetra 4ra herbergja íbúð á 3 hæð með stórfenglegu útsýni í nýlegu lyftuhúsi við Naustavör 46. Ekkert verð er sett á eiginina en óskað er eftir tilboðum.
Fram kemur í auglýsingu um fasteignina að Rut Káradóttir hafi aðstoðað við innanhúss hönnun íbúðarinnar.
Kolbeinn er 34 ára gamall en hann átti glæstan feril sem knattspyrnumaður en lagði skóna á hilluna fyrir rúmum tveimur árum.
Framherjinn fyrrverandi var á dögunum sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni en Kolbeinn hafnaði sök í málinu. Héraðsdómur sýknaði Kolbein og var málinu ekki áfrýjað.