fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
433Sport

Tanja landar starfinu stóra í Kópavogi – Tekur við af Eysteini sem fer í Laugardalinn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júlí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Breiðabliks. Hún tekur við starfinu af Eysteini Pétri Lárussyni. Sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson segir frá.

Eysteinn sagði starfi sínu lausu í vor þegar hann var ráðinn framkvæmdarstjóri KSÍ, tekur hann til starfa á næstunni.

Tanja er fyrrum knattspyrnukona frá Vestmannaeyjum en hún er fyrsta íslenska konan sem öðlaðist réttindi sem umboðsmaður.

Tanja hefur starfað sem lögfræðingur hjá TM undanfarið samkvæmt Linkedin síðu hennar.

Ekki hefur verið gefið út hvenær Tanja tekur til starfa en Eysteinn lætur af störfum í lok ágúst. Breiðablik rekur stærstu knattspyrnudeild landsins og því er starfið er því mjög umsvifamikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hættir sem aðalþjálfari til að vinna á Old Trafford

Hættir sem aðalþjálfari til að vinna á Old Trafford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Stjarnan frábær í seinni hálfleik – FH vann á Ísafirði

Besta deildin: Stjarnan frábær í seinni hálfleik – FH vann á Ísafirði
433Sport
Í gær

Fékk 18 milljónir á mánuði fyrir nánast ekki neitt – Loksins látinn fara

Fékk 18 milljónir á mánuði fyrir nánast ekki neitt – Loksins látinn fara
433Sport
Í gær

Missti algjörlega stjórn á skapinu og réðst á andstæðing – Sjáðu myndbandið

Missti algjörlega stjórn á skapinu og réðst á andstæðing – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Nýr markvörður til Chelsea

Nýr markvörður til Chelsea
433Sport
Í gær

Sást árita treyju Real Madrid í sumarfríinu

Sást árita treyju Real Madrid í sumarfríinu