fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
433Sport

Segir sorglegt að horfa á eftir fólkinu sem Ratcliffe rekur núna – „Erum að tala um fólk sem ég hef þekkt í tuttugu ár“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júlí 2024 09:00

Ratcliffe og Sir Alex Ferguson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonny Evans varnarmaður Manchester United segir það sorglegt að horfa á 250 starfsmenn félagsins missa vinnuna.

Sir Jim Ratcliffe sem stýrir nú félaginu ákvað að reka 25 prósent af starfsfólki félagsins.

Telur Ratcliffe og hans fólk að alltof margir starfi hjá félaginu og var því ákveðið að fara í niðurskurð.

„Þeir telja sig vera með leiðina fyrir félagið en fyrir mig sem hefur lengi tengst félaginu er erfitt að sjá marga sem maður þekkir missa vinnuna. Þetta hefur verið erfitt,“ segir Evans.

Evans ólst upp hjá United og snéri aftur til félagsins fyrir ári síðan. „Nýir eigendur vilja fara þessa leið, en þetta hefur verið erfitt.“

„Við erum að tala um fólk sem ég hef þekkt í tuttugu ár sem er að missa vinnuna.“

„Þetta er allt að gerast núna og við sjáum hlutina betur þegar við komum úr æfingaferð. Manchester United er ein heild og hefur alltaf verið þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hættir sem aðalþjálfari til að vinna á Old Trafford

Hættir sem aðalþjálfari til að vinna á Old Trafford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Stjarnan frábær í seinni hálfleik – FH vann á Ísafirði

Besta deildin: Stjarnan frábær í seinni hálfleik – FH vann á Ísafirði
433Sport
Í gær

Fékk 18 milljónir á mánuði fyrir nánast ekki neitt – Loksins látinn fara

Fékk 18 milljónir á mánuði fyrir nánast ekki neitt – Loksins látinn fara
433Sport
Í gær

Missti algjörlega stjórn á skapinu og réðst á andstæðing – Sjáðu myndbandið

Missti algjörlega stjórn á skapinu og réðst á andstæðing – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Nýr markvörður til Chelsea

Nýr markvörður til Chelsea
433Sport
Í gær

Sást árita treyju Real Madrid í sumarfríinu

Sást árita treyju Real Madrid í sumarfríinu