Þór 0 – 3 ÍBV
0-1 Sverrir Páll Hjaltested
0-2 Oliver Heiðarsson
0-3 Sverrir Páll Hjaltested
Þór fékk svo sannarlega skell í Lengjudeild karla í kvöld er liðið mætti ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri.
Þórsarar sáu í raun aldrei til sólar í þessum leik en gestirnir voru mun sterkari og unnu sannfærandi sigur.
ÍBV hafði betur 3-0 en Sverrir Páll Hjaltested gerði tvennu fyrir Eyjamenn í sigrinum.
ÍBV er í öðru sæti með 25 stig eftir sigurinn en Þór er í því sjöunda með 17 eftir 14 umferðir.