Fjölnir 1 – 1 Dalvík/Reynir
0-1 Borja Lopez Laguna
1-1 Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Dalvík/Reynir þurfti að sætta sig við jafntefli á erfiðum útivelli í kvöld er liðið mætti Fjölni í Lengjudeildinni.
Gestirnir komust yfir er tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en voru þá manni færri.
Hassan Jalloh fékk að líta rautt spjald á 82. mínútu en þrátt fyrir það tókst Dalvík/Reyni að komast yfir.
Fjölnir jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma og lokatölur 1-1 í spennandi viðureign.