fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
433Sport

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 26. júlí 2024 08:56

Kristján Óli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristófer Ingi Kristinsson var fyrir mistök ekki skráður í hóp Breiðabliks fyrir leikinn gegn Drita í Sambansdeildinni í gær, en hann átti að vera á bekknum.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppninnar og lauk honum með 1-2 sigri gestanna frá Kósóvó.

„Áhugamennskan hjá Blikum náði nýju lágmarki í kvöld þegar þeir klikkuðu á að vera búnir að skrá Kristófer Inga í hóp hjá UEFA,“ skrifaði Blikinn og sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson um málið á X í gærkvöldi.

Hann fékk þá svar frá Ásgeiri Baldurs, formanni Breiðabliks.

„Slæm mistök og gífurlega pirrandi en ég held að fáir fari gegnum lífið án þess að gera mistök, bæði áhugamenn og atvinnumenn.“

Kristján sagði þá að þessi umræddu mistök gætu hreinlega orðið of dýr.

„Mistök eru ekki sama og mistök. Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt. Sérstaklega fyrir leikmanninn sjálfan.“

Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudag og ljóst að Breiðablik þarf sigur þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Liverpool pirraður á Arteta og segir honum að þegja

Fyrrum leikmaður Liverpool pirraður á Arteta og segir honum að þegja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Höfnuðu fyrsta tilboðinu í Olmo

Höfnuðu fyrsta tilboðinu í Olmo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Snýr aftur heim
433Sport
Í gær

Brunaútsala hjá United – Þessir sjö leikmenn nú til sölu

Brunaútsala hjá United – Þessir sjö leikmenn nú til sölu
433Sport
Í gær

Hvernig er að vinna með Ten Hag? – ,,Hvernig hann tók við mótlætinu var hjálpsamlegt“

Hvernig er að vinna með Ten Hag? – ,,Hvernig hann tók við mótlætinu var hjálpsamlegt“