fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
433Sport

Einlægur Arnar sáttur þrátt fyrir erfiðar vikur – „Örugglega meiri líkur á að ég verði fyrir loftsteini hér og nú“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjáflari karlaliðs Víkings, hefur verið ánægður með frammistöðu síns liðs í undanförnum leikjum þrátt fyrir slæm úrslit. Hann er brattur fyrir komandi leik gegn albanska liðinu Egnatia í Sambandsdeildinni á morgun.

Víkingur og Egnatia mætast í 2. umferð undankeppni Sambansdeildarinnar, en þangað fóru bæði lið með því að tapa í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig. Ég horfði vel á leiki Vals á móti albanska liðinu (Vllaznia) og Valur fór virkilega fagmannlega í gegnum sína leiki. Ég er búinn að horfa á leiki Egnatia líka undanfarna daga og þetta verður bara áskorun. Það verður mikilvægt að ná góðum úrslitum heima fyrir eins og reynslan úr Shamrock viðureigninni sýndi sig. Ég er virkilega spenntur,“ segir Arnar við 433.is.

video
play-sharp-fill

Vllaznia, sem Valur vann 0-4 á dögunum, hafnaði í fjórða sæti albönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en andstæðingur Víkings á morgun hampaði titlinum þar í landi.

„Ég vil alltaf meina að það sé besta liðið sem vinnur deildina en þetta er nokkrum mánuðum seinna og menn að fara og koma, maður veit ekki hvort hinir hafi styrkt sig og þess háttar. Eins og staðan er í dag hef ég ekki hugmynd um hvort liðið er betra.“

Arnar segir Víkinga gera ráð fyrir að stýra ferðinni gegn Egnatia á morgun en þeir þurfi þó að fara varfærnislega.

„Þeir spila nákvæmlega sama kerfi og Shamrock og við erum orðnir svolítið vanir því. Síðustu 5-6 leikir okkar hafa verið á móti fimm manna vörn. Það verður það væntanlega líka það sem eftir er af sumri því lið telja sig hafa fundið einhvern veikleika í okkar kerfi, sem er bara í fínu lagi. Eins og hjá Shamrock er það ekki í þeirra DNA að liggja til baka en svo kemurðu hingað og mætir góðu liði og ert neyddur í það. Leikurinn snýst kannski um að við verðum tilbúnir að stjórna ferðinni en á einhverjum tímapunkti munum við þurfa að þjást aðeins.“

Frammistöðurnar góðar

Víkingur tapaði fyrir Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn hér heima endaði með markalausu jafntefli en Shamrock vann útileikinn 2-1, þar sem Nikolaj Hansen klikkaði á víti fyrir Víking í blálokin. Í kjölfarið tapaði liðið á móti KA í Bestu deildinni en Arnar segir menn hafa stigið upp úr svekkelsinu.

„Ég ætla að vona það. Þetta hafa verið erfiðir síðustu þrír leikir. Það jákvæða er að það er virkilega auðvelt að greina hvað hefur verið að. Tölfræðin okkar úr þessu leikjum hefur verið lygilega góð, sem segir manni að það er ekki mikið sem þarf til að snúa við blaðinu. Oftar en ekki snýst þetta aðeins um fókus, fimm prósent hér og þar. Sem betur fer þarf ekki að fara í einhverja stóra hjartaaðgerð. Frammistöðurnar hafa verið virkilega öflugar síðustu þrjá leiki, virkilega flottar tölur, sem segir manni að það er ekki mikið að taktískt- eða strúktúrslega.

Það er ekkert óeðlilegt. Síðustu þrjú ár hefur verið mikið af pressuleikjum og mikilvægum leikjum þar sem allt er undir. Það er allt í lagi að eiga slæma leiki inn á milli og því miður voru slæmu leikirnir okkar á köflum þessir síðustu þrír leikir. Þegar þú hefur verið í pressuumhverfi, eins og við núna í þrjú ár, þá viltu bara taka smá frí og í leik eins og knattspyrnu er nóg að taka fimm prósent af þínum leik í hverju sem er, hvort sem það er í ákefð eða einbeitingu. Það er bara nóg til að tapa leikjum. Ég vona að þetta hljómi ekki hrokafullt en tölfræðin okkar hefur bara verið á heimsmælikvarða í þessum þremur síðustu leikjum. Það eru örugglega meiri líkur á að ég verði fyrir loftsteini hér og nú en að við fáum bara eitt stig úr þessum síðustu þremur leikjum.“

Mikill möguleiki fyrir hendi

Það er engum blöðum um það að fletta að það var blóðugt fyrir Víking að tapa í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Sigur þar hefði tryggt liðinu að minnsta kosti umspilsleik um sæti í Sambansdeildinni. Nú þarf liðið að fara krókaleið, sem er þó raunhæf. Víkingur mætir Virtus frá San Marínó eða Flora Tallin frá Eistlandi ef þeir vinna Egnatia í komandi einvígi.

„Jú, biddu fyrir þér, ekki spurning. Í fyrsta lagi verðum við að vera einbeittir á Albanina. Hvort það gefi okkur boost að vita andstæðinga okkar í næstu umferð, mögulega en við leyfum okkur ekki alveg að hugsa svo langt.

Auðvitað er þetta mikill möguleiki. Við erum bara á sama stað og Valur, Stjarnan og Breiðablik eru á í Evrópukeppninni. Við erum á betri stað en þessi lið í deild og bikar heima fyrir. Staðan er ekki verri en það, þetta hafa bara verið svo mikil vonbrigði síðustu leikir svo það virkar eins og heimurinn sé að hrynja. En þú þarft bara aðeins að hugsa út fyrir boxið. Við hugsum mikið um staðreyndir og þetta er staðreynd, við erum bara í fínum málum,“ sagði Arnar.

Ítarlegra viðtal má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafnaði þrefalt stærri samningi til að flytja til Kanaríeyja

Hafnaði þrefalt stærri samningi til að flytja til Kanaríeyja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Listi yfir þá launahæstu á Englandi opinberaður – Manchester áberandi og athyglisverð nöfn koma við sögu

Listi yfir þá launahæstu á Englandi opinberaður – Manchester áberandi og athyglisverð nöfn koma við sögu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hörmuleg sjón blasti við Alfonsi er hann kom heim úr ferðinni – „Þetta er bara þvílíkt vesen og leiðinlegt“

Hörmuleg sjón blasti við Alfonsi er hann kom heim úr ferðinni – „Þetta er bara þvílíkt vesen og leiðinlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki einn heldur tveir sem spiluðu stórt hlutverk í nýjustu félagaskiptum United – ,,Ræddi við hann á hverjum degi“

Ekki einn heldur tveir sem spiluðu stórt hlutverk í nýjustu félagaskiptum United – ,,Ræddi við hann á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk yfir milljón borgað fyrir hlutverk í stórri kvikmynd: Miður sín er hann sá myndina með fjölskyldunni – ,,Sagði þeim að ég myndi birtast á næstunni“

Fékk yfir milljón borgað fyrir hlutverk í stórri kvikmynd: Miður sín er hann sá myndina með fjölskyldunni – ,,Sagði þeim að ég myndi birtast á næstunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Misstu skotmark sitt til Manchester United – Skoða nú óvænt nafn

Misstu skotmark sitt til Manchester United – Skoða nú óvænt nafn
433Sport
Í gær

Íslenskir dómarar í Belgíu

Íslenskir dómarar í Belgíu
Hide picture