fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
433Sport

Biðst innilega afsökunar á mjög óviðeigandi ummælum: Líkti honum við einhverfan einstakling – ,,Ætlaði aldrei að segja þetta“

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorge Sampaoli, fyrrum þjálfari Argentínu, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Ousmane Dembele.

Dembele er leikmaður Paris Saint-Germain og Frakklands og spilaði með landsliði sínu á EM í sumar.

Sampaoli líkti Dembele við einhverfan einstakling fyrr í mánuðinum – eitthvað sem hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir.

Hann sér eftir þeim ummælum eftir eins og áður sagði töluverða gagnrýni á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum.

,,Hinir leikmennirnir eru eins og áhorfendur og bíða eftir því sem gerist næst. Þeir vita að hann spilar eins og hann sé einhverfur – hann byrjar sóknina og endar hana sjálfur,“ sagði Sampaoli um Dembele.

Sampaoli segir að ummælin hafi í raun verið tekin úr samhengi og hefur beðist afsökunar í kjölfarið.

,,Ég ætlaði aldrei að segja að hann væri einhverfur. Ég bið alla afsökunar,“ sagði Sampaoli.

,,Ég vildi tala um hans eiginleika sem knattspyrnumaður. Meira en áður þá þarftu að passa hvað þú segir opinberlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Á sér nú draumaáfangastað utan Englands

Á sér nú draumaáfangastað utan Englands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona verða einvígi íslensku liðanna ef þau fara áfram í Evrópu

Svona verða einvígi íslensku liðanna ef þau fara áfram í Evrópu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sancho sagður með mjög áhugavert tilboð á borðinu

Sancho sagður með mjög áhugavert tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vont versnar í Vesturbænum – Svona er samanburðurinn á Gregg Ryder og Pálma hingað til

Vont versnar í Vesturbænum – Svona er samanburðurinn á Gregg Ryder og Pálma hingað til
433Sport
Í gær

Besta deildin: Sex mörk er Breiðablik vann KR í Kópavogi – Þægilegt hjá Stjörnunni

Besta deildin: Sex mörk er Breiðablik vann KR í Kópavogi – Þægilegt hjá Stjörnunni
433Sport
Í gær

Strax seldur frá United eftir mikil meiðsli í vetur?

Strax seldur frá United eftir mikil meiðsli í vetur?
433Sport
Í gær

Búinn að velja númerið á Old Trafford – ,,Er þetta ekki ansi undarlegt val?“

Búinn að velja númerið á Old Trafford – ,,Er þetta ekki ansi undarlegt val?“
433Sport
Í gær

United mögulega að fá manninn sem þeir hafa reynt við í mörg ár

United mögulega að fá manninn sem þeir hafa reynt við í mörg ár