Það fóru tvö rauð spjöld á loft í Lengjudeild karla í dag er ÍBV og Dalvík/Reynir áttust við í Vestmannaeyjum.
ÍBV spilaði leikinn lengi manni færri en Hermamn Þór Ragnarsson fékk rautt spjald eftir aðeins 42 mínútur.
Oliver Heiðarsson hafði komið ÍBV yfir snemma leiks og dugaði það mark að lokum til að tryggja sigur heimamanna.
Gestirnir misstu mann af velli undir lok leiks en Matheus Bissi Da Silva fékk þá að líta rauða spjaldið.
Þróttur vann svo Þór síðar í dag 1-0 þar sem Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson reyndist hetja gestanna.
ÍBV 1 -0 Dalvík/Reynir
1-0 Oliver Heiðarsson(’11)
Þór 0 – 1 Þróttur R.
0-1 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson(’70)