fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
433Sport

Mikið í húfi á Akureyri í kvöld – Valur alltaf unnið KA síðan Arnar fór yfir

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 13:30

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA tekur á móti Val í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Sæti í úrslitaleik gegn Víkingi eða Stjörnunni er undir.

Leikurinn er áhugaverður fyrir margar sakir en þarna er Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, til að mynda að mæta sínu fyrrum félagi. Hann yfirgaf KA seint á tímabilinu 2022 og um haustið var tilkynnt að hann myndi stýra Val tímabilið eftir.

Síðan hafa þessi lið mæst í fjórum mótsleikjum og Valur unnið þá alla. Þrír þeirra voru í deild og einn í Lengjubikar, en deildabikarleikurinn vannst í vítaspyrnukeppni. Tveir þeirra fóru fram á Hlíðarenda og tveir fyrir norðan.

Margir velta fyrir sér hvort Gylfi Þór Sigurðsson og Jónatan Ingi Jónsson verði með Val í kvöld. Jónatan fór meiddur af velli í síðasta leik en Gylfi virðist nálgast endurkomu eftir sín meiðsli.

Veðbankar eru hliðhollir Völsurum fyrir kvöldið en stuðull á sigur þeirra á Lengjunni er 1,85. Stuðull á sigur KA er 3,41 og 3,92 á jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 18 á Greifavellinum á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Saksóknari ætlar ekki að áfrýja sýknudómi yfir Kolbeini

Saksóknari ætlar ekki að áfrýja sýknudómi yfir Kolbeini
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu þrumuræðu Rooney á fyrsta degi í starfi – „Ég er sigurvegari“

Sjáðu þrumuræðu Rooney á fyrsta degi í starfi – „Ég er sigurvegari“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brottrekstur Olgeirs í Árbænum vekur furðu – „Þegar það er ekki komið hreint til dyra þá koma sögusagnir“

Brottrekstur Olgeirs í Árbænum vekur furðu – „Þegar það er ekki komið hreint til dyra þá koma sögusagnir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United staðfestir nýjan samning Ten Hag – Fær þó bara eitt auka ár

United staðfestir nýjan samning Ten Hag – Fær þó bara eitt auka ár
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Wan-Bissaka á óskalista West Ham í sumar

Wan-Bissaka á óskalista West Ham í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mbappe og Hákon Arnar verða liðsfélagar

Mbappe og Hákon Arnar verða liðsfélagar
433Sport
Í gær

Gylfa hrósað í hástert: Gerir þetta eftir hvern leik – „Hann væri búinn að segja að þetta gengi ekki“

Gylfa hrósað í hástert: Gerir þetta eftir hvern leik – „Hann væri búinn að segja að þetta gengi ekki“
433Sport
Í gær

Rashford settur á sölulista – Sambandið við Ten Hag í molum

Rashford settur á sölulista – Sambandið við Ten Hag í molum