fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
433Sport

KA henti Val út úr bikarnum og bókaði sér miða í úrslitaleikinn annað árið í röð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 19:59

Hallgrímur Mar Steingrímsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA er komið í úrslitaleik bikarsins annað árið í röð eftir sigur á Val í undanúrslitum en leikið var á Akureyri nú í kvöld.

KA komst yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik þegar besti maður liðsins, Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði.

Gestirnir frá Hlíðarenda voru meira með boltann í leiknum og það skilaði árangri á 39. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrir Patrick Pedersen.

Adam var þó ekki lengi í paradís því fimm mínútum síðar kom Jakob Snær Árnason heimamönnum aftur yfir. Staðan 2-1 fyrir KA í hálfleik.

Í síðari hálfleik var það svo Daníel Hafsteinsson sem kom KA í 3-1 áður en Birkir Már Sævarsson lagaði stöðuna.

Nær komst Valur ekki og KA er komið í úrslitaleikinn annað árið í röð, liðið tapaði gegn Víkingi í úrslitum í fyrra en Víkingar geta bókað sig í úrslitaleikinn með sigri gegn Stjörnunni á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allar líkur á að bikarúrslitaleikurinn fari ekki fram í ágúst

Allar líkur á að bikarúrslitaleikurinn fari ekki fram í ágúst
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag hefur keypt tíu leikmenn til United – Kosta yfir 400 milljónir punda

Ten Hag hefur keypt tíu leikmenn til United – Kosta yfir 400 milljónir punda
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vandræðaleg mistök BBC – Sýndu nakinn mann í beinni útsendingu

Vandræðaleg mistök BBC – Sýndu nakinn mann í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ein vinsælasta klámstjarna Bretlands uppljóstrar því hvernig hún mokar inn pening með nýrri aðferð

Ein vinsælasta klámstjarna Bretlands uppljóstrar því hvernig hún mokar inn pening með nýrri aðferð