fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
433Sport

Blaðamaðurinn sem De Bruyne kallaði heimskan stígur fram – „Ofdekraður krakki“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn sem fór í taugarnar á Kevin De Bruyne á fréttamannafundi í gær hefur stigið fram og svarað fyrir sig.

De Bruyne var pirraður í kjölfar taps Belga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum EM í gær. Belgar töpuðu leiknum 1-0 og eru þar með úr leik. Mikið hefur verið rætt um svokallaða gullkynslóð Belga sem nú er að syngja sitt síðasta.

Meira
Sjáðu myndbandið: De Bruyne verulega pirraður á blaðamanni – „Heimskur“

De Bruyne er hluti af þeirri kynslóð og eftir leik var hann spurður að því hvort það væru ekki vonbrigði að þessi gullkynslóð hefði aldrei komist í úrslitaleik á stórmóti.

„Hvað er gullkynslóð?“ spurði De Bruyne á móti.

„Þið!“ svaraði blaðamaðurinn.

„Við? Og hafa Frakkar, Englendingar, Spánverjar og Þjóðverjar ekki verið með gullkynslóðir? Allt í lagi,“ sagði De Bruyne.

„Heimskur,“ bætti hann við er hann gekk í burtu.

Nú hefur blaðamaðurinn sem um ræðir stigið fram en það er Tancredi Palmeri.

„Haha. De Bruyne kallaði mig heimskan. Þessar gullkynslóðir sem þú nefndir, Frakkar, Englendingar, Spánverjar og Þjóðverjar, hafa allar komist í úrslitaleik,“ skrifar Palmeri á X.

„Dæmigerður fótboltamaður sem vill bara spurningar sem snúa að því hvað hann er frábær. Ofdekraður krakki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag hefur keypt tíu leikmenn til United – Kosta yfir 400 milljónir punda

Ten Hag hefur keypt tíu leikmenn til United – Kosta yfir 400 milljónir punda
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Saksóknari ætlar ekki að áfrýja sýknudómi yfir Kolbeini

Saksóknari ætlar ekki að áfrýja sýknudómi yfir Kolbeini
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Draumaliðið af leikmönnum sem er hægt að fá frítt – Einn verið atvinnulaus í ár

Draumaliðið af leikmönnum sem er hægt að fá frítt – Einn verið atvinnulaus í ár
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brottrekstur Olgeirs í Árbænum vekur furðu – „Þegar það er ekki komið hreint til dyra þá koma sögusagnir“

Brottrekstur Olgeirs í Árbænum vekur furðu – „Þegar það er ekki komið hreint til dyra þá koma sögusagnir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein vinsælasta klámstjarna Bretlands uppljóstrar því hvernig hún mokar inn pening með nýrri aðferð

Ein vinsælasta klámstjarna Bretlands uppljóstrar því hvernig hún mokar inn pening með nýrri aðferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Wan-Bissaka á óskalista West Ham í sumar

Wan-Bissaka á óskalista West Ham í sumar
433Sport
Í gær

Er þetta vísbending um þátttöku Shaw á laugardag?

Er þetta vísbending um þátttöku Shaw á laugardag?
433Sport
Í gær

Gylfa hrósað í hástert: Gerir þetta eftir hvern leik – „Hann væri búinn að segja að þetta gengi ekki“

Gylfa hrósað í hástert: Gerir þetta eftir hvern leik – „Hann væri búinn að segja að þetta gengi ekki“