Hinn 17 ára gamli Yamal fór á kostum með spænska landsliðinu sem varð Evrópumeistari á dögunum.
Þrátt fyrir ungan aldur er hann lykilmaður í spænska landsliðinu og Barcelona.
Yamal var númer 27 á síðustu leiktíð en verður nú númer 19.
Það er sama númer og Lionel Messi bar hjá Barcelona frá 2005 til 2008, en hann fór svo í númer 10.
Einhverjir héldu að Yamal færi í tíuna einnig en svo verður ekki í bili.