fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
433Sport

Sjáðu óhugnanlega mynd: Frægur maður nær óþekkjanlegur eftir slagsmál

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 19. júlí 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrei Kanchelskis, fyrrum leikmaður Manchester United, fékk slæmt glóðurauga í slagsmálum á bar í Moskvu á dögunum.

Hinn 55 ára gamli Kanchelskis, sem lék fyrir landslið Sovétríkjanna og síðar Rússlands á sínum tíma, var staddur á bar að horfa á úrslitaleik EM milli Spánar og Englands þegar hann átti í útistöðum við annan mann. Orðaskipti urðu að slagsmálum og kom Kanchelskis illa út úr þeim.

Kanchelskis vann tvo Englandsmeistaratitla með United.

„Það er í lagi með mig núna. Þetta var smá ágreiningur eftir úrslitaleikinn á EM en það tengdist samt ekki leiknum sjálfum,“ sagði Kanchelskis í rússneskum fjölmiðlum.

Kanchelskis gekk í raðir United árið 1991 og vann tvo Englandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil til að mynda. Hann lék einnig með Fiorentina, Rangers, Manchester City og Southampton áður en hann lauk ferlinum í Sádi-Arabíu.

Eftir ferilinn helti Kanchelskis sér út í þjálfun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sonur Zlatan skrifar undir fyrsta atvinnumannasamninginn

Sonur Zlatan skrifar undir fyrsta atvinnumannasamninginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frá Flórens til Nottingham

Frá Flórens til Nottingham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann
433Sport
Í gær

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina
433Sport
Í gær

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“
433Sport
Í gær

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn