fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
433Sport

Gefa Arnari falleinkunn og setja spurningamerki við nokkrar ákvarðanir – „Við þurfum að tala hreint út í þessum þætti“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 19. júlí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplegg Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, gegn Shamrock Rovers á dögunum fékk falleinkunn í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Liðin mættust í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum hér heima lauk með markalausu jafntefli en Írarnir unnu heimaleikinn í vikunni 2-1 og eru komnir áfram.

Shamrock komst í 2-0 snemma leiks en sterkara Víkingslið mætti út í seinni hálfleik og minnkaði muninn með marki Nikolaj Hansen. Framherjinn fékk svo tækifæri til að jafna af vítapunktinum í blálok leiksins en brást á ögurstundu.

„Ég vorkenndi hafsentunum og varnarmönnum Víkings með uppleggið hjá Arnari. Það var engin hjálp,“ sagði Mikael Nikulásson í Þungavigtinni.

Mikael setti jafnframt út á það að Helgi Guðjónsson hafi byrjað umræddan leik.

„Við þurfum að tala hreint út í þessum þætti. Hann hefur gert frábæra hluti í Víkingstreyjunni en en það er mér óskiljanlegt að Arnar noti hann í byrjunarliði í báðum þessum leikjum. Ég missti andlitið yfir að þeir skildu byrja með þetta byrjunarlið, svona létta miðju. Það kom heldur betur í andlitið á þeim. Þessi fyrri hálfleikur hjá Víkingi var bara hræðilegur.

Þetta Víkingslið er bara ekki næstum því jafn gott og í fyrra. Eins og Jón Guðni Fjóluson, með fullri virðingu er hann ekki nálægt landsliðinu sem vinstri bakvörður eins og Logi Tómasson, sem á að vera vinstri bakvörður íslenska landsliðsins að mínu mati.“

Mikael, sem og aðrir meðlimir þáttarins, voru sammála um að Arnar hefði átt að mæta til leiks með mun massífara lið.

„Ég skil ekki af hverju Arnar fer ekki bara í þriggja manna vörn eða setur Gunnar Vatnhamar upp á miðju og Jón Guðna í hafsentinn.“

Kristján Óli Sigurðsson tók til máls og velti því upp hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá Arnari að dreifa álaginu á leikmannahóp sinn eins mikið og raunin hefur verið í sumar.

„Hann er búinn að vera drilla liðinu, 5-6 breytingar í hverjum einasta leik, er besta lið Víkings kannski bara ekki búið að spila nógu mikið saman síðustu 2-3 mánuði?“ spurði Kristján.

„Arnar veit alveg að þetta var skita. Nú þurfa þeir bara að stíga upp og fara erfiðu leiðina í þessu. Þeir eru komnir á sömu leið og öll hin liðin,“ sagði Mikael að endingu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Snærlækka verðmiðann á Toney – Stærstu félögin hafa ekki áhuga

Snærlækka verðmiðann á Toney – Stærstu félögin hafa ekki áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breyting á leik í Bestu deildinni

Breyting á leik í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Jökull á heimleið