Hassan Jalloh hefur skrifað undir samning við Dalvík/Reyni og mun leika með liðinu út tímabilið.
Frá þessu var greint seint í gærkvöldi en Jalloh er 25 ára gamall og spilar sem sóknarmaður.
Jalloh er samningsbundinn Grindavík og gerir lánssamning við Dalvíkinga út leiktíðina.
Hann hefur spilað á Íslandi undanfarin tvö ár og gekk í raðir Grindavíkur frá HK fyrir tímabilið.
Jalloh stóðst ekki væntingar og skoraði aðeins eitt mark í Lengjudeildinni.