Markvörðurinn Jökull Andrésson er á heimleið og semur við uppeldisfélag sitt, Aftureldingu. Mbl.is greinir frá.
Hinn 22 ára gamli Jökull kemur frá Reading, en hann hefur verið þar á mála í sjö ár. Á þeim tíma hefur hann þó verið lánaður út til Carlisle, Stevenage, Exeter, Morecambe og Hungerford.
Afturelding hefur verið í tómu brasi í Lengjudeildinni það sem af er eftir að hafa farið í úrslitaleik um að komast upp úr henni í fyrra.
Félagið ætlar greinilega að bregðast við því og sækja öflugan markvörð.