fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
433Sport

Halldór finnur ekki fyrir aukinni pressu eftir undanfarnar vikur – „Þetta er bara annað verkefni“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú vitum við meira um þá og hvar þeirra styrkleikar liggja. Ég er bara mjög peppaður fyrir því að fá þá á gervigrasið hjá okkur og slá þá út á morgun,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, við 433.is fyrir seinni leikinn gegn Tikves í Sambandsdeildinni á morgun.

Um er að ræða seinni leik liðanna í 1. umferð undankeppninnar, en fyrri leiknum í Norður-Makedóníu lauk 3-2 eftir að Blikar höfðu komist 0-2 yfir.

„Það var mikill hiti og þeir auðvitað veðjuðu lífinu til að koma sér inn í leikinn en mér fannst við bara því miður aðeins missa hugrekkið að spila í gegnum pressuna þeirra og halda í boltann, stjórna leiknum þannig. Við fórum of snemma í langa bolta og að verja 2-0 stöðuna. Við það opnaðist leikurinn meira, þetta var meira fram og til baka. Það var kannski stærsti lærdómurinn úr þessu, að halda áfram að gera það sem virkar og vera hugrakkur.“

video
play-sharp-fill

Halldór segir að Blikar muni reyni að spila sinn leik og stýra ferðinni á morgun.

„Ég á eftir að sjá hvernig þeir mæta til leiks. Þeir komu í einhverja hálfpressu á okkur síðast og fóru ofar á völlinn. Ég geri ráð fyrir því að þeir fari aftar núna, reyni að hæga á leiknum og verja forskotið. Ég hugsa að þetta verði meiri þolinmæðisvinna en úti þar sem við fengum margar mjög góðar stöður.“

Blikum hefur fatast flugið í Bestu deildinni undanfarið og ekki unnið í þremur leikjum í röð. Eykur það pressuna á að gera vel í þessum Evrópuleik.

„Nei, alls ekki. Þetta er bara annað verkefni. Þegar þessir Evrópuleikir koma, sérstaklega þegar það er ekki leikur í deildinni á milli, er mjög auðvelt að setja alla einbeitingu þangað. Staðan í deildinni er ágæt, það er stutt á milli í þessu og einn sigur getur fleygt þér töluvert nær toppnum. En auðvitað er það þannig að þessi Evrópuverkefni gefa liðum oft boost inn í tímabilið þegar vel gengur og við vonumst til að það verði raunin á morgun,“ sagði Halldór.

Ítarlega er rætt við hann í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt klappað og klárt fyrir skipti Greenwood

Allt klappað og klárt fyrir skipti Greenwood
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sverrir verið seldur á svakalegar upphæðir – Blikar græða vel

Sverrir verið seldur á svakalegar upphæðir – Blikar græða vel
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG kemur og fer – Byrjaðir að horfa aftur til Ítalíu

PSG kemur og fer – Byrjaðir að horfa aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Benitez nú orðaður við starfið

Benitez nú orðaður við starfið
433Sport
Í gær

Sveindís segist vera heil heilsu: ,,Þetta er bara lúkkið, ætlaði að líta út fyrir að vera geðveikt sterk“

Sveindís segist vera heil heilsu: ,,Þetta er bara lúkkið, ætlaði að líta út fyrir að vera geðveikt sterk“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Sveindís alltof góð fyrir pólsku vörnina

Sjáðu markið: Sveindís alltof góð fyrir pólsku vörnina
Hide picture