fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
433Sport

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 08:30

Chris Brazell / Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Brazell, þjálfari karlaliðs Gróttu, er blóðheitur og lét fréttamann Fótbolta.net finna fyrir því eftir viðtal á dögunum.

Grótta hefur ekki unnið í átta leikjum í röð í Lengjudeildinni og tapað síðustu sex. Á þessum slæma kafla hefur mátt skynja pirring Chris í viðtölum eftir leiki.

„Hann er farinn að væla yfir öllu og kennir fréttamönnum Fótbolta.net helst um allt. Hann tekur pirringinn út á þeim. Þetta er orðið þannig að strákarnir sem eru að skrifa fyrir okkur vilja bara ekki skrifa um Gróttu lengur, þeir nenna ekki að hitta hann,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í útvarpsþætti stöðvarinnar á X-inu um helgina.

Elvar tók því næst dæmi, en í viðtali eftir síðasta leik Gróttu, tap gegn Keflavík, var Brazell allt annað en sáttur við fréttamann Fótbolta.net fyrir spurningu sem hljóðaði svona: „Ertu enn sannfærður um að þú getir snúið þessu við?“

„Ef ég væri það ekki væri ég ekki hér. Ef ég á að vera hreinskilinn virði ég ekki spurninguna þína,“ svaraði Chris í viðtalinu sjálfu en þar með er ekki öll sagan sögð.

„Hann reyndi að fronta þetta í viðtalinu sjálfu en um leið og Sverrir (fréttamaður) slökkti á myndavélinni fékk hann að heyra það,“ sagði Elvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyndu að hafa áhrif á hann er þeir hittust á dögunum en allt kom fyrir ekki

Reyndu að hafa áhrif á hann er þeir hittust á dögunum en allt kom fyrir ekki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfa aftur til Ancelotti

Horfa aftur til Ancelotti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vill ekki fara frá United nema þetta gerist

Vill ekki fara frá United nema þetta gerist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool skoðar það að láta tvo leikmenn af hendi upp í kaupverðið á Isak

Liverpool skoðar það að láta tvo leikmenn af hendi upp í kaupverðið á Isak
433Sport
Í gær

Haaland orðinn sá markahæsti

Haaland orðinn sá markahæsti
433Sport
Í gær

Baunar á leikmann Manchester United – ,,Verður aldrei næsti Ronaldo“

Baunar á leikmann Manchester United – ,,Verður aldrei næsti Ronaldo“
433Sport
Í gær

Tvö ensk stórlið á meðal áhugasamra

Tvö ensk stórlið á meðal áhugasamra
433Sport
Í gær

Ekki ljóst hvort Liverpool kaupi mann í stað Trent

Ekki ljóst hvort Liverpool kaupi mann í stað Trent