fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
433Sport

Argentína landaði Copa America-titlinum – Messi meiddist og fór grátandi af velli

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 15. júlí 2024 07:21

MIAMI GARDENS, FL - JULY 14: Lionel Messi #10 of Argentina reacts to a missed scoring opportunity during the Copa America 2024 Final game between Colombia and Argentina at Hard Rock Stadium on July 14, 2024 in Miami Gardens, Florida. (Photo by Robin Alam/ISI Photos/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentína stóð uppi sem sigurvegari í Copa America í nótt en sigurmarkið kom undir lok framlengingar á Hard Rock-leikvellinum í Míami í Bandaríkjunum. Um hörkuleik var að ræða þar sem Kólumbíumenn voru hættulegri til að byrja með en Argentína vann á í seinni hálfleik. Markalaust var í lok leiks en það var Lautaro Martinez, framherji Inter Mílan, sem skoraði markið mikilvæga á 112. mínútu framlengingarinnar  og tryggði Argentínu 1-0 sigur þegar vítakeppni var farin að blasa við. Um er að ræða 16 Copa America-titilinn sem Argentína vinnur sem er að sjálfsögðu met.

Lautaro átti frábært mót en hann varð markakóngur keppninnar með fimm mörk. Mark hans endaði 28. leikja taplausa hrinu Kólumbíumanna frá því í febrúar 2022. Þá tapaði Kólumbía einnig fyrir Argentínu en þá skoraði Lautaro einmitt sigurmarkið einnig.

Öll augu voru þó á argentínsku goðsögninni Lionel Messi. Hann fór meiddur af velli, á ökkla, á 66. mínútu og var greinilega miður sín enda að öllum líkindum svanasöngur hans með argentínska landsliðinu. Hann tók þó gleði sína á ný þegar hann haltraði að verðlaunapallinum og lyfti bikarnum eftirsótta í leikslok. Þá hafa liðsfélagar hans Angel di Maria og Nicolas Otamendi gefið það út að um síðasta landsliðsleik þeirra var að ræða einnig.

Messi tók þó gleði sína á ný þegar hann lyfti bikarnum eftirsótta.

Um kaótísk kvöld í Flórída var að ræða en rúmlega 65 þúsund áhorfendur máttu bíða í klukkustund eftir því að leikurinn hæfist vegna vandræða í miðasölukerfi skipuleggjenda. Reyndu þúsundir einstaklinga án miða að komast inn á leikvanginn.Mikill troðningur og ringulreið skapaðist fyrir utan leikvanginn og má segja að mikil mildi sé að enginn hafi slasast í látunum.

Hafa yfirvöld boðað rannsókn á því hvað fór úrskeiðis. Þá er ljóst að málið gæti dregið dilk á eftir sér enda er heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2026 framundan, sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, og er Hard Rock-völlurinn einn af keppnisstöðunum,

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu þegar Olmo bjargaði Spánverjum á lokamínútunum

Sjáðu þegar Olmo bjargaði Spánverjum á lokamínútunum
433Sport
Í gær

Þykir enn vænt um liðið sem hann ‘sveik’ á sínum tíma – Búinn að kaupa sér nýjustu treyjuna

Þykir enn vænt um liðið sem hann ‘sveik’ á sínum tíma – Búinn að kaupa sér nýjustu treyjuna
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í úrslitaleik EM – Shaw byrjar

Byrjunarliðin í úrslitaleik EM – Shaw byrjar