fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
433Sport

Eltu Hollywood stjörnurnar út um allt er mættu í fyrsta sinn: Harðneitaði að gera það sama – ,,Þetta var vandræðalegt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. júlí 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben Tozer, fyrrum leikmaður Wrexham, viðurkennir að sumir leikmenn liðsins hafi í raun orðið sér til skammar er hann var á mála hjá félaginu.

Tozer yfirgaf Wrexham á þessu ári og hefur gert samning við lið Forest Green Rovers, 34 ára gamall.

Eigendur Wrexham eru Hollywood stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney en þeir eru heimsfrægir leikarar.

Tozer viðurkennir að fjölmargir leikmenn Wrexham hafi laðast að eigendunum er þeir mættu á æfingasvæðið og fengu þeir lítinn sem engan frið í heimsókninni.

,,Þeir komu í heimsókn fyrir leik gegn Maidstone og við vorum á æfingu á heimavellinum. Þeir láta sjá sig og það voru margir sem soguðust að þeim en ég vildi ekki gera það sama,“ sagði Tozer.

,,Þú vilt að þetta eigi sér stað eðlilega með tímanum, ekki rétt? Þú vilt ekki kaffæra einhverjum um leið, þú veist að þetta mun gerast að lokum.“

,,Þeir eru eigendurnir og ég fæ tækifæri á að ræða við þá á einhverjum tímapunkti en ég ætla ekki að elta þá út um allan völl eins og ákveðnir aðilar.“

,,Þetta var í raun vandræðalegt, hegðun sumra aðila, ég ætla ekki að nefna nein nöfn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM
433Sport
Í gær

Þykir enn vænt um liðið sem hann ‘sveik’ á sínum tíma – Búinn að kaupa sér nýjustu treyjuna

Þykir enn vænt um liðið sem hann ‘sveik’ á sínum tíma – Búinn að kaupa sér nýjustu treyjuna
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í úrslitaleik EM – Shaw byrjar

Byrjunarliðin í úrslitaleik EM – Shaw byrjar