fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Sláandi uppákoma að Hlíðarenda náðist á myndband – Líflátshótanir og lögregla kölluð til

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 07:00

Lögregluviðbúnaður var að Hlíðarenda vegna málsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði á Hlíðarenda eftir leik liðsins við Val hér á landi í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Náðist það á upptöku í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Albanirnir voru allt annað en sáttir með uppbótartímann í leiknum en á níundu mínútu hans jafnaði Valur í 2-2. Það er því allt jafnt fyrir seinni leik liðanna ytra.

Það varð allt vitlaust eftir leik og þurfti að kalla til lögreglu. Auk þess sem stuðningsmenn létu höggin flakka hótuðu einhverjir stjórnarmenn Vllaznia stjórnarmönnum Vals lífláti við komuna til Albaníu í seinni leikinn. Þetta kemur fram á mbl.is. Þar segir einnig að stuðningsmaður albanska liðsins hafi hrækt á fjórða dómara leiksins. Einhverjir voru handteknir í tengslum við málið.

Á Vísi segir að átök hafi þá einnig brotist út fyrir utan leikvanginn í gær. Hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals.

Hér neðar má sjá myndband af átökunum í stúkunni úr útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Sem fyrr segir lauk leiknum sjálfum 2-2. Guðmundur Andri Tryggvason kom Valsmönnum yfir snemma leiks en Ardit Krymi jafnaði á 23. mínútu. Staðan í hálfleik var jöfn.

Kevin Dodaj virtist vera að tryggja Vllaznia sigurinn á 85. mínútu en Lúkas Logi Heimisson jafnaði í blálokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum