fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
433Sport

Livey kaupir sýningarréttinn á Lengjudeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur toppfótbolti hefur samið við Livey um kaup á sjónvarpsrétti fyrir Lengjudeild karla út tímabilið 2024 og hefur Livey nú þegar hafið útsendingar frá deildinni. Livey er tiltölulega ný streymisveita sem hefur verið að ryðja sér til rúms og hefur meðal annars tryggt sér sjónvarpsréttindin á ítölsku, spænsku og belgísku deildinni ásamt sýningarrétti frá öðrum íþróttagreinum.

Við erum gríðalega ánægð að hafa náð samningum við Livey um sjónvarpsréttindin á Lengjudeild karla. Með tilkomu úrslitakeppninnar í Lengjudeildinni finnum við fyrir auknum áhuga á deildinni sem hefur skilað sér í að í fyrsta skipti fá félögin greitt fyrir sýningarréttinn á deildinni sem er mikið fagnaðarefni.

Segir Birgir Jóhannsson framvæmdarstjóri ÍTF

Það er okkur sönn ánægja að ýta Livey Sport áskriftinni á streymisveitunni okkar úr vör með Lengjudeildinni, en við höfum undanfarin ár átt frábært samstarf við félögin þar. Með því að nýta þá tækniframþróun sem hefur orðið í streymistækni stefnum við á að auka verulega framboð á íþróttaefni, bæði innlendu og erlendu og gera það enn aðgengilegra,

segir Guðjón frá Livey

Meðfram þessum samningi verður unnið hörðum höndum að því að bæta framleiðslu á deildinni og auka gæði útsendinga. Framleiðslan verður áfram að hluta til í höndum OZ en sænska fyrirtækið Spiideo kemur einnig að framleiðslunni. Allir leikir verða aðgengilegir inn á https://www.livey.events/livey-sport og einn leikur í hverri umferð verður áfram í opinni dagskrá á YouTube. Hægt er að kaupa aðgengi að öllu efni sem í boði er á Livey Sport þ.m.t. Lengjudeildinni á 3.200 kr.á mánuði en einnig er í boði að kaupa staka leiki í deildinni á 1.000 kr. per leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Isak og Nuno bestir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir Arnar líka hafa fundað með KSÍ í upphafi vikunnar – Þetta sé það eina sem geti komið í veg fyrir ráðningu hans

Segir Arnar líka hafa fundað með KSÍ í upphafi vikunnar – Þetta sé það eina sem geti komið í veg fyrir ráðningu hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu afar óheppilegt atvik: Fór í beina útsendingu frá skrifborði sínu og þetta blasti við á tölvuskjánum hans

Sjáðu afar óheppilegt atvik: Fór í beina útsendingu frá skrifborði sínu og þetta blasti við á tölvuskjánum hans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skráði sig í sögubækurnar í enskum fótbolta í leik Tottenham og Liverpool

Skráði sig í sögubækurnar í enskum fótbolta í leik Tottenham og Liverpool
433Sport
Í gær

,,Ef ég klobba pabba mun hann líklega ekki hleypa mér inn á heimilið“

,,Ef ég klobba pabba mun hann líklega ekki hleypa mér inn á heimilið“
433Sport
Í gær

Að verða 38 ára en vill snúa aftur til Evrópu

Að verða 38 ára en vill snúa aftur til Evrópu
433Sport
Í gær

Southgate ofarlega í veðbönkum

Southgate ofarlega í veðbönkum
433Sport
Í gær

Alex Þór kynntur til leiks í Garðabænum

Alex Þór kynntur til leiks í Garðabænum