fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433Sport

Kristján rak upp stór augu er hann var að stíga um borð í Herjólf – „Þetta er bara djók“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn geðþekki, Kristján Óli Sigurðsson, var hissa er hann mætti liði Keflavíkur á leið í Herjólf í gær. Hann sagði frá þessu í Þungavigtinni.

Kristján var á leið heim frá Orkumótinu í Vestmannaeyjum en Keflvíkingar voru að mæta ÍBV og því á leið í hina áttina. Leikur liðanna í Lengjudeildinni hófst klukkan 16 en það vakti athygli Kristjáns að leikmenn Keflavíkur voru að mæta til Eyja aðeins einum og hálfum tíma fyrir leik.

„Þú þarft að bera virðingu fyrir útileikjum. Ég var að koma frá Eyjum í gær og átti bátinn 14:30. Þar voru Keflvíkingar að rölta út úr bátnum 90 mínútum fyrir leik. Kommon. Hvernig fór leikurinn?“ sagði Kristján, en Eyjamenn unnu leikinn 5-0.

„Þetta er bara djók. Báturinn byrjar að ganga klukkan 8 á morgnanna. Drullastu bara til að taka fyrsta eða annan bát yfir. Þetta er bara ófagmannlegt og mér fannst þeir eiga skilið að tapa.“

Mikael Nikulásson var einnig í þættinum að vanda en hann telur að breytt ferðatilhögun hefði litlu breytt fyrir Keflvíkinga, en þeim hefur gengið illa undanfarið.

„Ég held það hefði ekki skipt miklu máli. Þeir eru í tómu rugli,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen
433Sport
Í gær

Lið helgarinnar í enska boltanum – Þrír frá Villa og tveir frá Arsenal

Lið helgarinnar í enska boltanum – Þrír frá Villa og tveir frá Arsenal