Keflavík fór illa með Leikni R. í Lengjudeild karla í kvöld.
Heimamenn gengu frá dæminu í fyrri hálfleik en þeir leiddu 5-0 eftir um 35. mínútur.
Dagur Ingi Valsson gerði tvö marka Keflavíkur en hin skoruðu þeir Ari Steinn Guðmundsson, Stefán Jón Friðriksson og Frans Elvarsson.
Meira var ekki skorað og lokatölur því 5-0.
Keflavík er með 8 stig í fjórða sæti en hörmulegt gengi Leiknis heldur áfram. Liðið er á botni deildarinnar með 3 stig af 18 mögulegum.