fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
433Sport

Heitar umræður sköpuðust eftir fullyrðingu þáttastjórnanda – „Það er bara ekki möguleiki“

433
Laugardaginn 29. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni EM í Þýskalandi var rækilega gerð upp í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Þar fengu þeir Helgi Fannar og Hrafnkell Freyr lögfræðinginn og hlaðvarpsstjörnuna Jóhann Skúla Jónsson í heimsókn.

Ítalir voru ekki beint sannfærandi í riðlakeppninni, fóru áfram á 4 stigum eftir dramatískt jöfnunarmörk gegn Króötum í lokaleiknum.

Þeir eiga þó ágætis leið fyrir hendi, mæta Sviss í 16-liða úrslitum og sigur þar þýðir leikur gegn Englandi eða Slóvakíu í 8-liða úrslitum.

„Þeir eru að fara að ranka við sér í undanúrslitum,“ sagði Helgi en Hrafnkell tók alls ekki undir þetta.

„Það er bara ekki möguleiki,“ sagði hann en Helgi stóð fastur á sínu.

video
play-sharp-fill

„Þeir vinna Sviss og taka svo England. Leiðin þeirra er nefnilega mjög þægileg,“ sagði hann.

„Þægilegt og ekki þægilegt. Það er ekkert þægilegt að fá Englendinga í 8-liða úrslitum,“ skaut Jóhann inn í.

„England er ekki að fara að gera neitt,“ sagði Helgi þá en rökræður héldu áfram.

„Ertu á því að Ítalía geri eitthvað frekar en England? England er bara með miklu betri leikmenn,“ sagði Hrafnkell.

„Það hefur aldrei gefið Englandi neitt að vera með góða leikmenn,“ svaraði Helgi þá en Hrafnkell heldur að nú standist England prófið.

„Ég held að þegar stóra mómentið kemur muni England vinna Ítalíu,“ sagði hann.

„England þekkir ekkert annað en að klikka á stóru mómentunum,“ sagði Helgi að endingu um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kristján rak upp stór augu er hann var að stíga um borð í Herjólf – „Þetta er bara djók“

Kristján rak upp stór augu er hann var að stíga um borð í Herjólf – „Þetta er bara djók“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fór snemma heim í gær – Sjáðu viðbrögð hans þegar hann hafði áttað sig á mistökum sínum

Fór snemma heim í gær – Sjáðu viðbrögð hans þegar hann hafði áttað sig á mistökum sínum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmönnum Englands verður ekki refsað – „Þegiðu aumingi, þegiðu sköllótta ruslið þitt“

Leikmönnum Englands verður ekki refsað – „Þegiðu aumingi, þegiðu sköllótta ruslið þitt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga Manchester United

Högg í maga Manchester United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United hefur mánuð til að ákveða sig

Manchester United hefur mánuð til að ákveða sig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool sagt horfa til markmannsins sem vakti verulega athygli á EM

Liverpool sagt horfa til markmannsins sem vakti verulega athygli á EM
433Sport
Í gær

Drengirnir gáttaðir yfir sjónvarpinu – Hrafnkell segir þetta „furðulegustu hegðun sem hann hefur séð“

Drengirnir gáttaðir yfir sjónvarpinu – Hrafnkell segir þetta „furðulegustu hegðun sem hann hefur séð“
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Tvö lið skoruðu fimm mörk – Gerði þrennu á átta mínútum

Lengjudeildin: Tvö lið skoruðu fimm mörk – Gerði þrennu á átta mínútum
Hide picture