fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
433Sport

EM: VAR í aðalhlutverki er Þýskaland komst áfram

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. júní 2024 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskaland 2 – 0 Danmörk
1-0 Kai Havertz(’53, víti)
2-0 Jamal Musiala(’68)

Heimamenn í Þýskalandi eru komnir í átta liða úrslit EM eftir leik gegn Dönum í Dortmund í kvöld.

Leikurinn litaðist verulega af VAR en alls þrjú mörk voru dæmd af, tvö hjá Þjóðverjum og eitt hjá Dönum.

Danir skoruðu mark sitt í seinni hálfleik og var það dæmt af en í næstu sókn var Þýskaland komið yfir.

Vítaspyrna var dæmd vegna hendi innan teigs og úr þeirri spyrnu skoraði Kai Havertz laglega.

Jamal Musiala bætti við öðru marki Þýskalands ekki of löngu seinna og eru Danir á heimleið eftir þessa viðureign.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baldvin furðar sig á tilkynningu Vesturbæinga – „Sjoppulegt“

Baldvin furðar sig á tilkynningu Vesturbæinga – „Sjoppulegt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átti að vera næsti Messi en er frjálst að fara í sumar

Átti að vera næsti Messi en er frjálst að fara í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sjö stiga forskot

Besta deildin: Víkingar með sjö stiga forskot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

EM: Georgía gat ekki ráðið við öfluga Spánverja

EM: Georgía gat ekki ráðið við öfluga Spánverja
433Sport
Í gær

„Þegar ég sat á Laugardalsvelli í júní í fyrra bjóst ég nú ekki við því“

„Þegar ég sat á Laugardalsvelli í júní í fyrra bjóst ég nú ekki við því“
433Sport
Í gær

Biður alla afsökunar eftir slaka frammistöðu og ömurlegt mót

Biður alla afsökunar eftir slaka frammistöðu og ömurlegt mót