fbpx
Laugardagur 29.júní 2024
433Sport

Davíð Smári mjög ósáttur með grein Morgunblaðsins – „Það er eitthvað sem ætti að vera skoðað alvarlega“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. júní 2024 09:23

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra segir að það hafi verið sorglega léleg blaðamanneska af hálfu Bjarna Helgasonar á Morgunblaðinu þegar hann skrifaði um málefni Vestra og Fylkis.

Vestri sakaði leikmann Fylkis um rasisma eftir leik liðanna á dögunum, ekki var hægt að sanna brot þessa leikmanns og hætti KSÍ rannsókn á málinu.

Í grein Bjarna var talað um að ásökun Vestra væri rógburður en við þetta er Davíð Smári ósáttur.

Meira:
Blaðamaður Morgunblaðsins sakar Ísfirðinga um að hafa logið til um kynþáttaníð – „Fyrst og fremst rógburður“

„Ég er búinn að lesa þessa grein og ætla að vera hreinskilinn. Mér finnst þetta sorglega léleg blaðamennska þar sem hann talar við annan aðilann í málinu og í öðru lagi er hann stuðningsmaður annars liðsins,“ sagði Davíð Smári við Fótbolta.net í gærkvöldi.

„Mér finnst þetta rosalega léleg blaðamennska og ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Mér finnst eiginlega skammarlegt að þessi aðili sé titlaður sem aðstoðar ritstjóri íþróttadeildar Morgunblaðsins. Það er eitthvað sem ætti að vera skoðað alvarlega það því það er verið að ásaka okkur um lygar.“

Davíð Smári segir að sinn leikmaður hafi upplifað samskiptin sem rasisma og stendur við það. „Við sjáum ekki eftir neinu og miðað við viðbrögð leikmanns okkar er það galin hugmynd að hann sé að gera sér þetta upp,“ sagði Davíð við Fótbolta.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vantar þrjá bestu leikmenn Vals í kvöld?

Vantar þrjá bestu leikmenn Vals í kvöld?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn velur sterkan landsliðshóp fyrir tvo mikilvæga leiki

Þorsteinn velur sterkan landsliðshóp fyrir tvo mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool skoðar það að kaupa stjörnu Bayern

Liverpool skoðar það að kaupa stjörnu Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nokkrir úr starfsliði Ten Hag látnir fara á næstu dögum

Nokkrir úr starfsliði Ten Hag látnir fara á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norðmaður á leið í ensku úrvalsdeildina

Norðmaður á leið í ensku úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Undanúrslit Mjólkurbikarsins rúlla af stað

Undanúrslit Mjólkurbikarsins rúlla af stað
433Sport
Í gær

Forsetinn flaug til Þýskalands og ræddi við hetju gærkvöldsins – Þetta fór þeirra á milli

Forsetinn flaug til Þýskalands og ræddi við hetju gærkvöldsins – Þetta fór þeirra á milli
433Sport
Í gær

Mane áfram á sölulista – Tilboð frá Evrópu á borðinu

Mane áfram á sölulista – Tilboð frá Evrópu á borðinu