fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
433

Besta deild karla: FH og ÍA gerðu Víkingi stóran greiða – Löglegt mark tekið af Val

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 28. júní 2024 21:16

Ástbjörn skoraði sigurmark FH. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla.

Í Kaplakrika tók FH á móti Breiðabliki. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik þegar Ástbjörn Þórðarson kom boltanum í netið fyrir heimamenn, sem leiddu heldur sanngjarnt í hálfleik.

Blikar gerðu ekki það sem til þurfti í seinni hálfleik til að finna jöfnunarmarkið og meira var ekki skorað. Lokatölur 1-0.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar en nú 4 stigum á eftir toppliði Víkings eftir jafnmarga leiki. FH hefur spilað leik minna en er með 20 stig í fimmta sæti.

ÍA tók þá á móti Val og héldu gestirnir að þeir hefðu komist yfir snemma leiks þegar skot Jónatans Inga Jónssonar fór af Patrick Pedersen og í netið. Danski framherjinn var hins vegar dæmdur rangstæður en í endursýningu má sjá að dómurinn var kolrangur.

Eftir um stundarfjórðungs leik skoraði Jónatan hins vegar og fékk markið að standa. Valsarar komnir yfir. Heimamenn svöruðu þó og Jón Gísli Eyland Gíslason jafnaði á 26. mínútu. Tíu mínútum síðar fór boltinn af Bjarna Mark Antonssyni og í mark Vals. Sjálfsmark og ÍA komið yfir. Staðan í hálfleik var 2-1.

Elfar Freyr Helgason jafnaði fyrir Val með laglegu marki snemma í seinni hálfleik og það stefndi í jafntefli allt þar til Steinar Þorsteinsson skoraði glæsilegt sigurmark Skagamanna á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 3-2.

ÍA hélt í fjórða sætið með sigrinum, er með 20 stig eins og FH. Valur er í þriðja sæti með 25 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Óhugnanleg uppákoma á Benidorm – Maðurinn steig út úr bílnum og lét höggin tala

Sjáðu myndbandið: Óhugnanleg uppákoma á Benidorm – Maðurinn steig út úr bílnum og lét höggin tala
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Róttækar breytingar og annað leikkerfi? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði Englands gegn Sviss

Róttækar breytingar og annað leikkerfi? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði Englands gegn Sviss
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Almenningur bregst við fréttum af Heimi – „Vandamálið vanhæfni þeirra í öllu“

Almenningur bregst við fréttum af Heimi – „Vandamálið vanhæfni þeirra í öllu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir hefur látið af störfum

Heimir hefur látið af störfum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sjö stiga forskot

Besta deildin: Víkingar með sjö stiga forskot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

EM: Georgía gat ekki ráðið við öfluga Spánverja

EM: Georgía gat ekki ráðið við öfluga Spánverja