fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
433Sport

Sæti á EM gæti verið í boði þegar Þýskaland mætir á Laugardalsvöll – Miðasala hefst á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 15:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðasala á leik Íslands og Þýskalands 12. júlí hefst föstudaginn 28. júní kl. 12:00 á tix.is.

Leikurinn hefst kl. 16:15 og fer hann fram á Laugardalsvelli. Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppni EM 2025, en Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025, en Ísland er með þriggja stiga forskot á Austurríki. Þar sem Ísland er með betri árangur en Austurríki í innbyrðis viðureignum þá nægir Íslandi þrjú stig í síðustu tveimur leikjunum, en liðið mætir Póllandi þriðjudaginn 16. júlí. Á sama tíma þarf Austurríki að minnsta kosti fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum sínum.

Það er því til mikils að vinna fyrir íslenska liðið og er möguleiki á því að það tryggi sér sæti á EM 2025 á Laugardalsvelli 12. júlí.

Verð fyrir miða á leikinn er frá 1.750 krónum, en 50% afsláttur er fyrir 16 ára og yngri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Virtur miðill heldur því fram að óvænt nafn verði í byrjunarliði Englands á sunnudag

Virtur miðill heldur því fram að óvænt nafn verði í byrjunarliði Englands á sunnudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikael kallar eftir breytingum hér heima – „Þyrfti að fara með þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu, Villi Vill í málið“

Mikael kallar eftir breytingum hér heima – „Þyrfti að fara með þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu, Villi Vill í málið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sendur heim af EM eftir að hafa dæmt aðeins einn leik

Sendur heim af EM eftir að hafa dæmt aðeins einn leik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er konan sem stelur skyndilega fyrirsögnunum – „Þau sem hlógu að mér vilja núna fá mynd með mér“

Þetta er konan sem stelur skyndilega fyrirsögnunum – „Þau sem hlógu að mér vilja núna fá mynd með mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern að hætta við miðjumann Fulham og horfir nú til Everton

Bayern að hætta við miðjumann Fulham og horfir nú til Everton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton að krækja í miðjumann Leicester frítt

Everton að krækja í miðjumann Leicester frítt
433Sport
Í gær

Jason Daði sagður á leið til Englands – Mikil blóðtaka fyrir Blika

Jason Daði sagður á leið til Englands – Mikil blóðtaka fyrir Blika
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Burnley mun fljúga upp aftur

Ofurtölvan stokkar spilin – Burnley mun fljúga upp aftur