fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
433Sport

Karólína liggur ekki á skoðun sinni – „Það er smá pilla á KSÍ, þetta er ekki boðlegt“

433
Fimmtudaginn 27. júní 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir Laugardalsvöll í þeirri mynd sem hann er í dag óboðlegan. Hún ræddi þetta í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Umræðan spratt upp þar sem Karólína var spurð að því hvort henni þyki skemmtilegra að spila á Kópavogsvelli eða Laugardalsvelli. Kvennalandsliðið spilaði tvo heimaleiki í Kópavoginum í vor en það er einmitt fyrrum heimavöllur Karólínu, sem í dag er á mála hjá Bayer Leverkusen á láni frá Bayern Munchen.

„Kópavogsvelli. Laugardalsvöllur er því miður ekki nógu góður. Hafiði séð klefana þarna? Það er smá pilla á KSÍ, þetta er ekki boðlegt. Ronaldo er að koma í þennan klefa, hann á að fá þennan klefa bara út af fyrir sig,“ sagði Karólína um Þjóðarleikvanginn.

Umræðan um nýjan þjóðarleikvang er svo sannarlega ekki ný af nálinni en Karólína tekur undir með þeim sem segja að aðgerða sé þörf.

„En ég elska Laugardalsvöll og þar er náttúrulega gras. En við þurfum að gera betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurskoðuð viðbragðsáætlun KSÍ vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga

Endurskoðuð viðbragðsáætlun KSÍ vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern að hætta við miðjumann Fulham og horfir nú til Everton

Bayern að hætta við miðjumann Fulham og horfir nú til Everton