fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
433

Lengjudeild karla: Njarðvík áfram á toppnum – Sterkur sigur Grindvíkinga

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 20:13

Skjáskot: Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í 9. umferð Lengjudeildar karla.

Keflavík tók á móti Njarðvík í suðurnesjaslag og komust heimamenn yfir eftir um stundarfjórðung með marki Ásgeirs Páls Magnússonar. Staðan í hálfleik var 1-0.

Arnar Helgi Magnússon svaraði þó fyrir Njarðvík eftir tæpan klukkutíma leik og 1-1 jafntefli varð lokaniðurstaðan.

Njarðvík er áfram á toppi deildarinnar með 20 stig en Keflavík er í því fimmta, síðasta umspilssætinu, með 11 stig.

Grindavík vann þá flottan sigur á ÍBV eftir fjörugar lokamínútur. Dennis Nieblas gerði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Grindavík en meira var ekki skorað fyrr en tíu mínútur lifðu leiks. Þá tvöfaldaði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson forskot heimamanna.

Vicente Valor minnkaði muninn fyrir Eyjamenn áður en Kwame Quee innsiglaði 3-1 sigur Grindvíkinga.

Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg og ÍBV sem er sæti neðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Jói Skúli er gestur – Ítarlegt uppgjör á riðlakeppni EM

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Jói Skúli er gestur – Ítarlegt uppgjör á riðlakeppni EM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool skoðar það að kaupa stjörnu Bayern

Liverpool skoðar það að kaupa stjörnu Bayern
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester United er tilbúið að selja Rashford

Manchester United er tilbúið að selja Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Foden mættur aftur í landsliðið eftir stutt stopp heima – Eignaðist sitt þriðja barn

Foden mættur aftur í landsliðið eftir stutt stopp heima – Eignaðist sitt þriðja barn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea setur sig í samband við Leicester

Chelsea setur sig í samband við Leicester
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sendur heim af EM eftir að hafa dæmt aðeins einn leik

Sendur heim af EM eftir að hafa dæmt aðeins einn leik
433Sport
Í gær

Karólína sagði nei við Harvard – Útskýrir hvers vegna

Karólína sagði nei við Harvard – Útskýrir hvers vegna
433Sport
Í gær

Sláandi atvik náðist á myndband í gær – Ronaldo heppinn að ekki fór verr

Sláandi atvik náðist á myndband í gær – Ronaldo heppinn að ekki fór verr