fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
433Sport

Fékk kallið og missti af brúðkaupi Gylfa og Alexöndru – „Það komu alveg smá tár“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 17:30

Gylfi og Alexandra. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn fremsti leikmaður Íslands, var í ansi áhugaverðu viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark á dögunum. Þar fór hún yfir víðan völl og meðal annars þær fórnir sem hún hefur þurft að færa fyrir fótboltann.

Karólína er á mála hjá Bayer Leverkusen á láni frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. Hún gekk í raðir Bayern frá Breiðabliki 2021 og á að baki 41 A-landsleik fyrir Íslands hönd.

„Ég hef þurft að fórna mjög miklu. Ég væri ekki þar sem ég væri í dag ef ég hefði ekki fært allar þessar fórnir,“ sagði Karólína og var í kjölfarið beðin um að taka dæmi. Þá minnstist hún á það þegar hún missti af glæsilegu brúðkaupi frænda hennar Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur.

„Þegar ég er valin í fyrstu landsliðsferðina mína missti ég af brúðkaupinu hjá Gylfa og Alexöndru. Ég var í vinnunni á Kópavogsvelli. Ég sat með Áslaugu Mundu og við eitthvað í símanum og sjáum bara að við erum báðar í landsliðshópnum,“ rifjaði Karólína upp en um var að ræða tvo landsleiki við Finnland sumarið 2019.

Karólína Lea. Mynd: DV/KSJ

„Við skildum ekki neitt. Ég sé bara að þetta er akkúrat þegar brúðkaupið er og ég vissi ekki hvort ég ætti að grenja eða hlæja. Ég viðurkenni að það komu alveg smá tár yfir að missa af þessu brúðkaupi en svo þegar maður spilaði þennan leik var mér alveg sama.

Þessi landsliðsferð var ekki á Lake Como heldur í Finnlandi og í fyrsta leiknum spilaði ég núll mínútur. Ég trúði ekki að ég hefði sleppt þessu en í næsta leik fá ég fyrsta landsleikinn minn og þá var manni alveg sama.“

Karólína hefur alltaf verið staðráðin í að ná langt í fótboltanum og kom ekki annað til greina en að fórna öðru til að ná því.

„Ég er enginn djammari, drekk ekki og var ekki mikið á þessum böllum. Ég er mjög heimakær svo ég var mikið heima og vildi kannski bara fara á æfingu í staðinn. Þetta var ekkert mjög erfitt fyrir mig,“ sagði Karólína þegar hún ræddi framhaldsskólaárin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Virtur miðill heldur því fram að óvænt nafn verði í byrjunarliði Englands á sunnudag

Virtur miðill heldur því fram að óvænt nafn verði í byrjunarliði Englands á sunnudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikael kallar eftir breytingum hér heima – „Þyrfti að fara með þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu, Villi Vill í málið“

Mikael kallar eftir breytingum hér heima – „Þyrfti að fara með þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu, Villi Vill í málið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sendur heim af EM eftir að hafa dæmt aðeins einn leik

Sendur heim af EM eftir að hafa dæmt aðeins einn leik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er konan sem stelur skyndilega fyrirsögnunum – „Þau sem hlógu að mér vilja núna fá mynd með mér“

Þetta er konan sem stelur skyndilega fyrirsögnunum – „Þau sem hlógu að mér vilja núna fá mynd með mér“
433Sport
Í gær

Ætlar að hætta að þjálfa Willum til að aðstoða Ten Hag

Ætlar að hætta að þjálfa Willum til að aðstoða Ten Hag
433Sport
Í gær

Jason Daði sagður á leið til Englands – Mikil blóðtaka fyrir Blika

Jason Daði sagður á leið til Englands – Mikil blóðtaka fyrir Blika