fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
433Sport

Sjáðu hjartnæmt myndband: Modric klökkur yfir þessum ummælum blaðamannsins í gær

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luka Modric, leikmaður Real Madrid og króatíska landsliðsins, var hrærður eftir ummæli ítalsks blaðamanns á fréttamannafundi í gær.

Modric skoraði í dramatísku jafntefli gegn Ítölum þar sem þeir bláklæddu skoruðu í blálokin. Króatar eru þar með líklega úr leik.

Miðjumaðurinn er að verða 39 ára gamall. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Real Madrid á dögunum en viðurkenndi eftir leik að hann myndi líklega senn kalla þetta gott hvað leikmannaferilinn varðar.

„Ég væri til í að spila endalaust áfram en það mun koma að því að ég þurfi að leggja skóna á hilluna. Ég held eitthvað áfram en ég veit ekki hversu lengi,“ sagði Modric.

Þá tók ítalski blaðamaðurinn Francesco Repice til máls.

„Ég vildi bara þakka þér fyrir og biðja þig um að hætta aldrei að spila því þú ert einn besti leikmaður sem ég hef fjallað um.“

Modric var hrærður yfir þessum fallegu ummælum.

„Takk fyrir þessi fallegu orð, frá dýpstu hjartarótum, takk.“

Hér að neðan má sjá samskiptin í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurskoðuð viðbragðsáætlun KSÍ vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga

Endurskoðuð viðbragðsáætlun KSÍ vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern að hætta við miðjumann Fulham og horfir nú til Everton

Bayern að hætta við miðjumann Fulham og horfir nú til Everton