Íslenska karlalandsliðið fer upp um tvö sæti á nýjum FIFA lista sem hefur verið gefinn út.
Í nýrri útgáfu listans er Ísland í 70. sæti, en síðasta útgáfa listans var gefin út í byrjun apríl. Síðan þá hefur Ísland leikið tvo vináttuleiki. Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley, en tapaði 0-4 gegn Hollandi á De Kuip í Rotterdam.
Næsta verkefni liðsins er Þjóðadeildin sem hefst í september. Ísland mætir þá Svartfjallalandi 6. september á Laugardalsvelli áður en liðið ferðast til Tyrklands og mætir heimamönnum 9. september.