Frábært gengi Njarðvíkur í Lengjudeild karla heldur áfram en liðið vann sigur á Gróttu í kvöld.
Dominik Radic skoraði tvö marka liðsins í 2-3 sigri en Kenneth Hogg hafði komið Njarðvík í 0-1.
Dominik átti að vísu eftir að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiks.
Njarðvík er með 19 stig á toppi deildarinnar, tveimur meira en Fjölnir sem þó á leik til góða.
Grótta situr í fimmta sæti með 10 stig.