fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
433Sport

Jón Dagur fékk enga treyju frá landsliðsmanni Englands en dó ekki ráðalaus – Fékk „klassíska svarið“ frá leikmanni Arsenal

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. júní 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslands og skoraði eina markið er liðið lagði England á Wembley á dögunum. Hann yfirgaf leikvanginn um kvöldið með treyju leikmanns Liverpool í farteskinu.

Eins og flestir vita skiptast leikmenn gjarnan á treyjum eftir leiki. Um tíma leit út fyrir að Jón Dagur fengi enga treyju í þetta skiptið en það gat hann ekki sætt sig við.

„Ég fékk Trent (Alexander-Arnold). Ég þurfti reyndar að kaupa hana af Loga Tómassyni,“ sagði Jón Dagur í Chess After Dark og útskýrði þetta svo nánar.

„Mér fannst svo leiðinlegt að hafa ekki fengið neina treyju. Ég spurði (Bukayo) Saka. Hann gaf mér klassíska svarið: „Ég er búinn að lofa öðrum.“ Þannig ég dílaði við Loga,“ sagði hann en bætti við að í draumaheimi hefði hann viljað fá treyjuna frá sínum manni, Cole Palmer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Athæfi Bellingham beint eftir leik í gær náðist á myndband – Sjón er sögu ríkari

Athæfi Bellingham beint eftir leik í gær náðist á myndband – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hreyttu ókvæðisorðum í starfsmenn RÚV í Berlín

Hreyttu ókvæðisorðum í starfsmenn RÚV í Berlín
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester City undirbýr síðasta samningstilboðið

Manchester City undirbýr síðasta samningstilboðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld