Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.
ÍBV vann flottan 0-3 sigur á Gróttu. Jón Ingason og Vicente Valor skoruðu í fyrri hálfleik og Hermann Þór Ragnarsson innsiglaði sigurinn í þeim seinni.
Flott gengi Njarðvíkur í sumar hélt þá áfram. Liðið vann 3-0 sigur á ÍR þar sem Dominik Radic gerði tvö mörk og Arnar Helgi Magnússon eitt.
Loks vann Afturelding 1-2 sigur á Þrótti og virðist komið á flug. Andri Freyr Jónasson og Sigurpáll Melberg Pálsson gerðu mörk liðsins.